Breytingar á verðskrá

Kæri viðskiptavinur

Aftur á 2 árum neyðumst við því miður til að hækka verðskrá fyrirtækisins umfram vísitölu.  Árið 2016 ári hækkuðu verð hjá mörgum en ekki öllum um allt að 9%.   Síðastu 12 mánuði höfum við gert breytingar á verðskrá og einnig gert leiðréttingar á verðskrá til að þær endurpegli kostnað við framkvæmd þrifa á hverjum stað.  Við erum enn talsvert langt frá því að geta staðið undir rekstrinum og því nauðsynlegt að hækka marga viðskiptamenn verulega.

Kostnaður fyrirtækisins vegna launa starfsmanna hækkaði um heil 30% frá árinu á undan og hefur mikil áhrif á starfsemi fyrirtækisins og hefur rokið uppúr öllu valdi síðastliðin 4 ár m.a. vegna kjarasamninga og samkeppni um gott starfsfólk.  Við höfum eins og önnur fyrirtæki með starfsmenn á lágum töxtum lent hart í hækkunum vegna kjarasamninga og meira en mörg önnur fyrirtæki og stærri.  Á 3 ára tímabili (apr 2013 –okt 2017) hækkuðu laun okkar starfsmanna um 38 % sem er fordæmalaust.  Við höfum haldið okkur við að ráða starfsmenn hér innanlands og á íslenskum kjarasamningum en mörg önnur fyrirtæki í þjónustugeiranum hafa síðustu ár í meira mæli farið að nota starfsmannaleigur og erlent vinnuafl, m.a. til að lækka kostnað og finna starfsfólk á litlum markaði.

Af þessum sökum hefur gjaldskrá okkar hækkað aftur um allt að 20% umfram verðlagshækkanir að undanförnu sem er fordæmalaust og þykir leitt að velta þessu áfram til viðskiptavina en er nauðugur kostur einn ef ekki á að fara illa fyrir fyrirtækinu. Árið 2016 tiltókum við sérstaklega að ekki væri hægt að útloka frekari hækkanir og því miður hefur það staðist.  Við gerum okkur vonir um að þessar aðgerðir verði til þess að hér eftir verði ekki um frekari hækkanir að ræða umfram neysluvísitölu.

2008-2009 lækkaði fyriritækið  verðskrá hjá flestum viðskiptavinum okkar um 25-30% í framhaldi af hruninu m.a. til að reyna að halda viðskiptavinum þegar margir drógu saman seglin. Sú lækkun er loks núna að fara í sömu krónutölu hjá mörgum viðskiptavinum sem voru líka þá hjá okkur þrátt fyrir margfalt meiri hækkun neysluvísitölu og allt að 95% hækkun launa á tímabilinu 2008-2018.  Það voru kannski mistök að lækka verð svo mikið, því önnur gjöld fyrirtækisins s.s. fjármagnskostnaður hækkuðu mjög mikið næstu ár á eftir og hefur reynst erfitt að halda rekstrinum í jafnvægi.

Við vitum að fólk tekur ekki hækkunum vel, en hjá okkur er þetta spurning um að fyrirtækið geti starfað áfram eða ekki.  Treystum við því að viðskiptavinir sjái sér hag í kaupa þjónustu af traustu fyrirtæki sem starfað hefur í meira en 50 ár.

 

Reykjavík, 11. janúar 2018

Virðingarfyllst,
Gylfi Þór Gylfason, framkvæmdastjóri