Um fyrirtækið
Sorptunnuþrif ehf. byggir á meira en 50 ára grunni og hélt uppá 50 ára afmælið á árinu 2017.

Eigendur hafa mikla reynslu í að veita þá þjónustu sem nú er veitt og hafa góða þekkingu á markaðinum og þeirri þróun sem þar á sér stað.  Mikill fjöldi húsfélaga og fyrirtækja nýtir sér reglulega þjónustu fyrirtæksins og hafa sumir þeirra verið í viðskiptum allt frá stofnun fyrirtækisins en það var Haraldur Þórðarson sem hóf rekstur með annarri vinnu sem var öskuhreinsun frá kyndiklefum þegar þeir voru enn við lýði. En fyrirtækið var formlega stofnað árið 1967, þó það eigi sér aðeins lengri rekstrarsögu.

Sumarið 1999 tók fyrirtækið í notkun tunnuþvottabíl. Með honum gafst fyrirtækinu tækifæri til að þjóna viðskiptavinum sínum enn betur en áður því bíllinn tryggir hraðann og góðann þvott á tunnunum.   Í dag erum við með mjög öflugan tunnuþvottabíll frá Finnlandi en hann bætir enn frekar þrifin og þrífur sorpílátin með allt að 70° heitu vatni og fara þrifin að öllu leyti fram með sjálfvirkum hætti inní bílnum.
Hjá fyrirtækinu starfa á bilinu 7-9 manns eftir tímabilum.

Markmið
Markmið Sorptunnuþrifa ehf. er að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu við umhirðu og umsjón sorpklefa og sorpíláta.  Fyrirtækið leggur áherslu á umsjón með sorpklefanum (í samráði við Tunnuskipti) sem felst í því að skipta reglulega um sorpílát annars vegar.  Og hinns vegar með háþrýstiþrifum og sótthreinsun á sorptunnum, sorpklefum  og sorprennum ef við á.