Fyrsta sinn á Selfossi með Tunnuþvottabílinn

Áttum góðan dag á Selfossi í dag.  Náðum að þrífa helling af sorpgámum og sorpílátum hjá íbúum bæjarins.  Þrifum fjölda húsa bæði fjölbýli og sérbýli alveg frá Ástjörn yfir á Eyrarveg.

Ekki í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að hingað til höfum við ekki getað boðið þrifin með Tunnuþvottabílnum sem þrífur sorpílátin með 60° heitu vatni.  Þar sem fjöldi húsa í reglulegum þrifum er núna orðin nægur til að við komum framvegis 2svar á á ári í bæinn.  Áður þurfti gömlu aðferðina, þ.e. handþvo ílátin með köldu vatni sem vissulega virkar en alls ekki eins vel og þrif í öflugustu uppþvottavél landsins.

Tunnuþvottabíllin þvær sorpílátin að innan og utan með allt að 60° heitu vatni og eru þau svo sótthreinsuð á eftir.

Hlakkar nú til að þjónusta enn betur íbúa Selfoss.

Sorptunnuþvottabíllinn á Selfossi

Þrif við Eyrarveg á Selfossi í September 2016

Sorptunnuþvottabíllinn á Selfossi

Þrif við Eyrarveg á Selfossi í September 2016

Sorptunnuþvottabíllinn á Selfossi

Þrif við Ástjörn á Selfossi í September 2016

Sorptunnuþvottabíllinn á Selfossi

Tankað á leið í bæinn á Olís