Þrif lífrænna og tvískiptra sorpíláta

Breytingar hafa orðið á útfærslu sorpíláta frá árinu 2023. Sorptunnuþrif benda viðskiptavinum sérstaklega á breytingar er varðar lífræn sorpílát og skipt sorpílát.

Í fjölbýli breytist lítið varðandi þrif Sorptunnuþrifa, nema að hér eftir tökum við alltaf lífræn sorpílát með sömu tíðni og almennu sorpílátin.  

Í sumum tilvikum geta lífræn ílát kallað á tíðari þrif, en hægt að bóka sérstaklega þrif á lífrænum ílátum t.d. 4 sinnum á ári, meðan að sorpklefi/sorprenna og önnur ílát eru sjalndar, t.d. 2 svar á ári.

Við bendum íbúum í sérbýli og litlu fjölbýli að Tunnuþvottabíllinn okkar er ekki hannaður til að þrífa „tvískiptar“ sorptunnur.  

Nýlega fjárfestum við í þvottakerru sem getur þrifið tvískiptu ílátin .  Þetta á bæði við um tvískipt almenn/lífræn ílát og tvískipt pappírs/plast ílát.  Ílátin eru þá þrifin með sérstakri þvottakerru. 

Þrif með þvottakerru

Markmiðið er að úrgangur/skítugt vatn úr ílátum verði ekki eftir á þrifastað, heldur sé síað frá við þvott og losað eins og hingað til með viðeigandi hætti, en ekki sturtað í ræsi eða á götu við húsið.

Kostnaður við þrif tvískiptra íláta verður aðeins hærri en þrif á einshólfa almennu 240 lítra íláti .  Það er vegna þess að þrifin eru flóknari og ekki hægt að þrífa þau með skjótum hætti í tunnuþvottabíl.  Þrífa þarf 2 hólf (8 hliðar í stað 4 hliða) sem flækir verkið sem og bylgjulaga spjald sem aðskilur hólfin og 2 lok eru lítil atriði en flækja verkið.   

Borið hefur á því að sveitarfélögin dreifa stundum 2-3 tvískiptum ílátum til lítilla fjölbýla sem áður voru með 2-3 almenn sorpílát saman.  Ef íbúar standa saman í umsjón og þrifum sorpíláta þá mælum við með því að skila þessum ílátum og fá í staðin 140 lítra lífræna tunnu og staka almenna tunnu/r í samræmi.  Með því þá þarf ekki að þrífa tvískipt ílát og tryggt að við getum þrifið öll ílátin í tunnuþvottabílnum.

Þessu til viðbótar eru mörg sérbýli að fá tvískipt endurvinnsluílát (plast / pappír) og verða þá þrifin með sama hætti.

Engar breytingar þarf að gera á skráningu þrifa, nema ef breyta á tíðni þrifa eða bæta við þrifum á endurvinnsluílátum ef ekki hefur áður verið bókuð þrif t.d. á pappírsíláti.

Scroll to Top