Þrif lífrænna og tvískiptra sorpíláta


Miklar breytingar hafa verið á útfærslu sorpíláta hjá íbúum á höfuðborgarsvæðinu 2023.  Sorptunnuþrif benda viðskiptavinum sérstaklega á breytingar er varðar lífræn sorpílát og skipt sorpílát.


Í fjölbýli breytist lítið varðandi þrifin, nema að hér eftir tökum við alltaf lífræn sorpílát með sömu tíðni og almennu sorpílátin.  Ef sorpílát eru glæný og hrein þá eru þau ekki þrifin og lækkar einingaverð sem því nemur.

Í sumum tilvikum geta lífræn ílát kallað á tíðari þrif, en hægt að bóka sérstaklega þrif á lífrænum ílátum t.d. 4 sinnum á ári, meðan að sorpklefi/sorprenna og önnur ílát eru 2 svar á ári.

Við bendum íbúum í sérbýli/litlu fjölbýli að ekki er hægt að þrífa „tvískiptar“ sorptunnur í tunnuþvottabíl með 70°heitu vatni.  Þrif á þeim verða útfærð með nýjum hætti.  Þetta á bæði við um tvískipt almenn/lífræn ílát og tvískipt pappírs/plast ílát.  

Eins fullkominn og nýjasti tunnuþvottabíllinn okkar er þá eru ekki til sjálfvirkar háþrýstiþvottagræjur til að þrífa tvískiptar tunnur í Evrópu.  Þ.e. ekki er hægt að þrífa sorpílát sem er skipt í 2 hólf og sérstaklega þegar annað þeirra er mjög þröngt (lífræni parturinn) og háþrýstihausinn kemst ekki niður.  Að okkur vitandi eru þessar tunnur einungis í notkun í örfáum sveitarfélögum í ca. 2 löndum Evrópu (Danmörk/England) þar til núna hér á höfuðborgarsvæðinu og því enn erfitt að bregðast við og fá sérhönnuð tæki fyrir þessa útfærslu íláta.  

Vegna nýrra tvískiptra íláta falla þrif niður í sumar/haust í mörgum sérbýlum/litlum fjölbýlum, en við tökum tvískiptu ílátin með í þrifum síðar á árinu og í vetur og verða þau handþvegin með köldu vatni til að byrja með, en fljótt með allt að 40° heitu vatni í hálfsjálfvirku þvottakerfi/kerru eða bíl.  Markmiðið er að úrgangur/skítugt vatn úr ílátum verði ekki eftir á þrifastað, heldur sé síað frá við þvott og losað eins og hingað til með viðeigandi hætti.  

Í sérbýli erum við samt núna að þrífa endurvinnsluílát hjá þeim sem það hafa bókað og sorpílát sem áður voru notuð sem almenn ílát og sveitarfélögin hafa merkt hjá íbúum sem „plast ílát“ tökum við núna einu sinni, enda eru þau skítug af notkun sem almenn sorpílát.

Ef það hentar þá er hægt er að afþakka/skila skiptum sorptunnum frá sveitarfélaginu (sérreglur í Hafnarfirði) og óska eftir lítilli 140 lítra lífrænni sorptunnu ásamt almennri 240 lítra sorptunnu.  Í sumum tilvikum er líka hægt að fá litla 120-140 lítra almenna sorptunnu, en það er breytilegt milli sveitarfélaga.  Þessar tunnur er áfram hægt að þrífa í tunnuþvottabílnum.  

Hafið þá samband við sveitarfélagið ykkar ef þið viljið gera breytingar, en athugið að aukin kostnaður gæti falist í því og verri nýting sorpíláta í sumum tilvikum.  

Kostnaður við þrif tvískiptra íláta verður aðeins hærri en þrif á almennu 240 lítra íláti.  Það er vegna þess að þrifin eru flóknari.  Þrífa þarf 2 hólf (8 hliðar í stað 4 hliða) sem flækir verkið sem og bylgjulaga spjald sem aðskilur hólfin og 2 lok eru lítil atriði sem öll flækja verkið.   

Borið hefur á því að sveitarfélögin dreifa stundum 2-3 tvískiptum ílátum til lítilla fjölbýla sem áður voru með 2-3 almenn sorpílát saman.  Ef íbúar standa saman í umsjón og þrifum sorpíláta þá mælum við með því að skila þessum ílátum og fá í staðin 140 lítra lífræna tunnu og staka almenna tunnu/r í samræmi.  Með því fækkar lífrænu ílátunum og tryggt að við getum þrifið öll ílát með 70° heitu vatni.
Þessu til viðbótar eru mörg sérbýli að fá tvískipt endurvinnsluílát (plast / pappír). Þau verða framvegis þrifin handvirkt.

 

Engar breytingar þarf að gera á skráningu þrifa, nema ef breyta á tíðni þrifa eða bæta við þrifum á endurvinnsluílátum.

Scroll to Top