Um Sorptunnuþrif

Fagvinna sem byggir á:
Tækni
Ábyrgð
Þekkingu
Þjónustulund

fáðu fagmenn í sorptunnuþrifin.

Um okkur

Sorptunnuþrif ehf. byggir á meira en hálfrar aldar grunni og heldur uppá 55 ára afmæli árið 2022.

Eigendur hafa mikla reynslu í að veita þjónustuna, hafa góða þekkingu á markaðinum og þeirri þróun sem þar á sér stað.  Mikill fjöldi húsfélaga og fyrirtækja nýtir sér reglulega fagmennsku og þjónustu fyrirtæksins og hafa sumir þeirra verið í viðskiptum allt frá stofnun fyrirtækisins. Það var Haraldur Þórðarson sem hóf rekstur með annarri vinnu sem var öskuhreinsun frá kyndiklefum þegar þeir voru enn við lýði. Fyrirtækið var formlega stofnað árið 1967, þó það eigi sér aðeins lengri rekstrarsögu.

Sumarið 1999 tók fyrirtækið í notkun sinn fyrsta tunnuþvottabíl. Með honum gafst færi á að þjóna viðskiptavinum enn betur en áður því bíllinn tryggir hraðann og góðann þvott á tunnunum.   Í desember 2021 fengum við svo nýjustu viðbótina, glænýjan tunnuþvottabíl frá Ítalíu.  Ílátin eru þrifin með allt að 70° heitu vatni og fara þrifin að öllu leyti fram með sjálfvirkum hætti inní bílnum.
Hjá fyrirtækinu starfa á bilinu 9-12 manns eftir tímabilum.

Markmið

Markmið Sorptunnuþrifa ehf. er að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu við umhirðu og umsjón sorpklefa og sorpíláta.  Fyrirtækið leggur áherslu á umsjón með sorpklefanum (í samráði við Tunnuskipti) sem felst í því að skipta reglulega um sorpílát og svo með háþrýstiþrifum og sótthreinsun á sorptunnum, sorpklefum og sorprennum ef við á.

Scroll to Top