Sorptunnuþrif, lítil fjölbýli, sérbýli

Þrif sorptunnur – Líka tvískipt ílát
Þrif sorpklefi
Þrif sorprenna
Þrif lúgur

Sorptunnu og sorpgeymsluþrif fyrir minni fjölbýli og sérbýli. sorptunnutrif.is

Sorpgeymsluþjónusta
háþrýstiþvottur og sótthreinsun

Þrífum og sótthreinsun sorpílát í sérbýli og minni fjölbýlishúsum.
Mikilvægt er að tryggja hreinlæti sorpíláta, en ýmsar bakteríur þrífast þar sem nauðsynlegt er að sótthreinsa reglulega.
Ef ekki er um tvískiptar sorptunnur að ræða eins og í flestum sérbýlum þá þrífum við sorpílátin í tunnuþvottabíl með 70°heitu vatni.
Ef um tvískipt sorpílát er að ræða þá þrífur tunnuvþottabílinn þau ekki sjálfvirkt og erum þá með glænýja þvottakerru þar sem ílátin eru þrifin og drulla úr ílátum er síðað frá skítugt vatn ekki skilið eftir á staðnum. 
Við kappkostum að nota vistvæn efni við þjónustu okkar og notum sápu frá Jákó og sótthreinsi frá Tandur og Kemi.

Tímabil

Þrifin fara að jafnaði fram á 4-6 mánaða fresti en það fer eftir hverfum hvenær þrifin fara fram. 

Verðskrá miðast við að ná saman mörgum stöðum í hverju hverfi og geta húseigendur náð fram hagstæðara verði séu heilu raðhúsin eða götur að panta þrif á sama tíma ef um einn greiðanda er að ræða.

Þegar þrif eru bókuð getur tekið 2-4 vikur fyrir okkur að koma á staðinn, vonandi sem fyrst, en nýtum þá ferð sorptunnuþvottabílsins í önnur verkefni í hverfinu.  

Vinnulýsing

Ef venjuleg einsflokka ílát þá eru þau janfan þrifinn í Tunnuþvottabíl.  Sorpílátin fara inn í bifreiðina að aftan og eru háþrýstismúlaðar bæði að utan og að innan á allt að 70°hita og svo sótthreinsaðar á eftir.  Úrgangur úr þeim fer inní bílinn og er losaður í lok dags á bækistöð fyrirtækis.
Ef um tvískipt sorpílát er að ræða þá eru þau sett á þvottakerru þar sem þau eru smúluð og vatn úr þeim lekur til baka í kerruna og er síað frá. 
Til að tryggja að vatn leki úr tunnum eru þær jafnan skyldar eftir á hvolfi ef aðstæður leyfa.
Ekki þarf að hafa áhyggjur af því rusli sem er í tunnunum, því við komum stuttu eftir losun á ruslinu og ef eitthvað rusl er í tunnum setjum við það jafnan í sorppoka.  Um lífrænt sorp gildir að stundum þarf að setja það í poka með almennu sorpi svo sóðaskapur hljótist ekki af.

Að þessu loknu er tilkynning um komu okkar sett í lúgu/póstkassa en greiðsluseðill er sendur í heimabanka að verki loknu og pdf skjal reiknings er sent í tölvupósti eða raffænt skjal reiknings birt í heimabanka.

Við bjóðum einnig upp á þrif á sorpklefum og sorprennum við sérbýli og lítið fjölbýli, en það er pantað sérstaklega, því önnur bifreið sér um þau þrif.  Þá eru veggir og gólf í sorpklefa sápaðir og svo þrifnir með háþrýstibyssu. Ef sorprenna er þrifin þá er hún sápuð og háþrýstismúluð frá sorplúgum. Klefinn og renna er svo sótthreinsuð.

Endurvinnslutunnur

Mikil hreyfing hefur verið á þessum málum og eru nú öll heimili komin með 4 flokka sorpíláta.  Alment þarf að þrífa almennu- og lífrænu sorpílátin oftar en endurvinnsluílátin.  

Við þrífum oftast endurvinnsluílátin á sama tíma og almennu sorpílátin, hvort sem þau eru full eða ekki og er þá plast eða pappír sett í stóran sekk á meðan ílátin eru smúluð, sótthreinsuð og þurrkuð áður en innihaldið er aftur sett í tunnuna.

Viðhald sorpíláta

Sveitarfélögin eiga eða leigja sorpílát fyrir okkur íbúana og bera oftast ábyrgð á ástandi þeirra fyrir utan að þrífa þau en það er skylda okkar borgaranna. Misjafnt er hve vel sorphirðuaðilar fylgjast með ástandi á sorpílátum.

Við fylgjumst með þessu og ef sorpílát er bilað tilkynnum við réttum aðilum um það svo bætt verði úr því.  Athugið í sumum sveitarfélögum t.d. Hafnarfirði er viðhald á sorpílátum á ábyrgð íbúa og þarf beiðni þar að koma frá íbúum sjálfum um biluð ílát.

Meira um tvískiptu ílátin og nýja þvottakerru hér.

 

Scroll to Top