Glænýr Tunnuþvottabifreið frá Ítalíu

10. desember 2021 fengum við loks afhentan glænýjan tunnuþvottabíl frá Ítalíu. Bifreiðin er 18 tonna Volvo bifreið með tunnuþvottavél af fullkomnustu gerð. Sorpílát frá 140 lítrum að 1.100 lítrum fá algjöran lúxusþvott. Tunnuþvottabíllinn notar kraftmikla háþrýstispýssa til að þrífa ílátin með 70° heitu vatni. Hér er stutt video af fésbókarsíðunnihttps://fb.watch/ancfL-jr9n/ Fleiri myndir koma inn fljótlega þegar tunnuþvottabílinn hefur verið merktur. 
Scroll to Top