Sorpgeymslu þjónusta, húsfélög
Þrif sorptunnur
Þrif sorpklefi
Þrif sorprenna
Þrif lúgur
Sorpgeymsluþjónusta, háþrýstiþvottur og sótthreinsun
Boðið er uppá háþrýstiþvott og sótthreinsun á sorptunnum, sorprennum og sorpklefum. Algengt er að sorptunnuhreingerning fari fram 2-6 sinnum á ári. Mikilvægt er að tryggja hreinlæti í kringum sorpílát, sorpklefa og sorplúgur, en ýmsar bakteríur þrífast þar sem nauðsynlegt er að sótthreinsa reglulega.
Vinnulýsing
Sorpílát (tunnur eða gámar) eru þrifin í Tunnuþvottabíl með allt að 70°heitu vatni og úrgangur úr þeim fer inní bílinn og er losaður í Sorpu. Gólf og veggir í sorpklefa er sápaðir og svo þrifnir með háþrýstibyssu. Sorprenna er sápuð og háþrýstismúluð og sótthreinsuð á eftir. Að lokum eru sorpílát og sorpklefi sótthreinsuð. Settur er límmiði í efstu lúgu sorprennu og sorpklefa með dagsetningu síðustu þrifa og tilkynning um komu okkar er sett í póstkassa húsfélagsins.
Sorptunnuþvottabifreið
Við höldum forskoti okkar í þrifum á sorpílátum með öflugum sorptunnuþvottabíl frá Ítalíu sem þrífur sorpílát með allt að 70° heitu vatni og skilar frábærum þrifum.
Við erum eina fyrirtækið sem býr yfir svo öflugu tæki og tryggjum að þrifin fari fram eftir ströngustu kröfum og úrgangi úr sorpílátum sé skilað í Sorpu.
Lögð er áhersla á notkun umhverfisvænna efna við þrif og endurnýtir bifreiðin vatnið með öflugum síunarbúnaði.
Sorpílátin fara inní bifreiðina að aftan og eru háþrýstismúlaðar með allt að 70°heitu vatni bæði að utan og að innan og svo sótthreinsaðar á eftir.