Tvískipt sorptunnuílát

Breytingar urðu á útfærslu sorpíláta árið 2023 

Sorptunnuþrif benda viðskiptavinum sérstaklega á breytingar er varðar lífræn sorpílát og tvískipt sorpílát.

Í fjölbýli breytist lítið varðandi þrif Sorptunnuþrifa, nema að hér eftir tökum við lífræn sorpílát með sömu tíðni og almenn sorpílát.

Stundum þarf að þrífa lífræn ílát oftar en almenn sorpílát.  Hægt að bóka sérstaklega þrif á lífrænum ílátum t.d. 4 sinnum á ári, meðan að sorpklefi/sorprenna og önnur ílát eru sjaldnar, t.d. 2 svar á ári.

Við bendum íbúum í sérbýli og litlu fjölbýli að tunnuþvottabíllinn okkar er ekki hannaður til að þrífa „tvískiptar“ sorptunnur.  Það er hægt en er hægvirkt í undantekninum og þá ekki sjálfvirkur þvottur.

Nýlega fjárfestum við í þvottakerru sem getur þrifið tvískiptu ílátin .  Þetta á bæði við um tvískipt almenn/lífræn ílát og tvískipt pappírs/plast ílát.  

Þrif með þvottakerru

Markmiðið er að úrgangur/skítugt vatn úr ílátum verði ekki eftir á þrifastað, heldur sé síað frá við þvott og losað eins og hingað til með viðeigandi hætti, en ekki sturtað í ræsi eða á götu við húsið eins og aðrir gera.

Kostnaður við þrif tvískiptra íláta hærri en þrif á einshólfa almennu 240 lítra íláti.  Það er vegna þess að þrifin eru flóknari og ekki hægt að þrífa þau með skjótum hætti í tunnuþvottabíl.  Þrífa þarf 2 hólf (8 hliðar í stað 4 hliða) sem flækir verkið sem og bylgjulaga spjald sem aðskilur hólfin og 2 lok eru lítil atriði en flækja verkið.

Engar breytingar þarf að gera á skráningu þrifa, nema ef breyta á tíðni þrifa eða bæta við þrifum á endurvinnsluílátum ef ekki hefur áður verið bókuð þrif t.d. á pappírsíláti.

Scroll to Top