Tunnuþvottabíllinn tekur allt að 1.100 lítra sorpílát. Sorptunurnar eða sorpgámarnir fara inn á lyftu, hurðin lokast og mjög flókinn dælu og tækjabúnaður er settur í gang. 2 háþrýstihausar ganga inn í sorpílátin og þvo með 70°heitu vatni. Tandurhreinum ílátum skilað út.
Til viðbótar erum við núna komnir með þvottakerru til að þrífa tvískipt sorpílát (almenn/lífræn) og (plast/pappír).
Meira um það hér á síðunni:
Þrif lífrænna og tvískiptra sorpíláta